139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

niðurstaða ESA um Icesave.

[11:51]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég get upplýst að utanríkismálanefnd hefur þegar verið boðuð til fundar kl. 3 í dag þar sem hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra mun koma fyrir nefndina og gera grein fyrir stöðu málsins. Ég vænti þess að í kjölfarið muni hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra gera þingheimi grein fyrir málinu með yfirlýsingu þannig að það mun skýrast væntanlega í dag. En utanríkismálanefnd kemur til fundar kl. 3 og hefur hæstv. forseti vinsamlega fallist á að nefndin fundi þó að þingfundur sé í gangi.