139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:45]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Frú forseti. Í frumvarpinu er lagt til að 10. gr. verði samþykkt en meiri hluti hv. efnahags- og skattanefndar leggur til að hún verði felld brott. Í 10. gr. er í raun og veru verið að koma í veg fyrir að ríkissjóður verði af tekjum vegna rafrænna kaupa á þjónustu erlendis frá. Samkvæmt núgildandi ákvæði ber aðila sem kaupir rafrænt afhenta þjónustu að skila virðisaukaskatti en 10. gr. leggur til að þessi skylda fari yfir á herðar seljanda. Það er í samræmi við það sem gerist almennt erlendis. Því segi ég já við þessari grein.