139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Þetta er hið svokallaða Amazon-ákvæði og á t.d. við ef fólk kaupir sér hljóðbækur á netinu og er eflaust hið þarfasta mál. En vegna þeirra stóru mála sem voru undir í þessum bandormi setti nefndin engan tíma í að skoða tillöguna efnislega. Hér liggja fyrir þingmál sem varða ýmsar aðrar þarfar breytingar á virðisaukaskattsumhverfi, einkum sem snúa að listum og menningu, og nefndin hefur líka átt fund með Bandalagi íslenskra listamanna um smávægilegar lagfæringar sem efni gætu verið til að gera á þeim lögum. Nefndin mun skoða að flytja sjálf mál eða ræða við fjármálaráðuneytið um flutning á máli sem mundi taka á þessu atriði og ýmsum fleirum þegar betri tími hefur gefist til að skoða það á haustdögum.