139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:49]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég vil fagna því sérstaklega að þetta ákvæði skuli falla brott og verð að segja að athugasemdir hæstv. fjármálaráðherra valda mér vonbrigðum þó að þær komi mér ekki á óvart.

Það er rétt, mikill hugur er í fólki í þessum sal, við sameinuðumst fyrir jólin um að koma atvinnumálum hvað varðar gagnaverin í gang. Ég hef enga trú aðra en að þetta muni leiða til farsællar niðurstöðu og styð þessa grein heils hugar.