139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

645. mál
[17:03]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Í prinsippinu er þetta mál, sem snýr að auknu frelsi á Evrópska efnahagssvæðinu, sem ætti að fagna. Hins vegar er búið að taka nokkurn veginn allt út úr þessari tilskipun þannig að eftir þær umræður sem fóru fram í þingsal og í nefndinni er heimasíða það eina haldfasta sem ég man eftir sem þetta mun leiða af sér eftir samþykkt þessa frumvarps. Það er auðvitað hænuskref í átt til frelsis á Evrópska efnahagssvæðinu þannig að í það minnsta ég mun greiða þessu atkvæði.