139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

fjármálafyrirtæki.

783. mál
[17:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu á þskj. 1720 við 783. mál þar sem lagt er til að bráðabirgðaákvæði VI í lögunum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, standi óhaggað fram til 1. júlí 2012, en að óbreyttum lögum fellur ákvæðið úr gildi 1. júlí nk.

Til skýringar á því af hverju málið er svo seint fram komið og ég flyt það ein má segja að tillaga þessa efnis er í þingmáli 696, sem ekki er fyrirhugað að verði að lögum nú á þessu þingi. Þar er sem sagt tillaga frá ráðuneytinu um framlengingu þessa bráðabirgðaákvæðis sem hv. viðskiptanefnd hafði fallist á og gerði tillögu um að yrði samþykkt.

Það er sem sagt mjög mikilvægt að þetta bráðabirgðaákvæði sé inni og sé framlengt um 12 mánuði. Heildarendurskoðun á ákvæðum sama efnis er í vinnslu hjá ráðuneytinu en þetta snýst í reynd um að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til þess að grípa inn í og taka yfir stjórn fjármálafyrirtækja ef óvæntar og ófyrirséðar aðstæður krefjast.

Ég legg til að málið verði samþykkt.