139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[20:05]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir er á margan hátt varasamt mál og beitir lögmálum markaðshyggjunnar á brýnasta úrlausnarefni okkar tíma, loftslagsbreytingar. En um leið er það þannig að við erum hluti af EES og erum föst í þessu kerfi og það eru brýnir hagsmunir sem knýja okkur til að greiða veg þessa frumvarps. Þar verðum við að beita okkur bæði innan þess kerfis sem hér um ræðir og brýna okkur sjálf við að búa til nýtt og annað kerfi sem nær þeim markmiðum sem þetta kerfi ESB hyggst ná (Forseti hringir.) því að markmiðin eru góð þótt vissulega sé sú hætta til staðar að þetta sé til framtíðar litið, ef ekki er að gáð, vísir að nýju loftbóluhagkerfi. En eins og ég segi, brýnir íslenskir hagsmunir (Forseti hringir.) knýja á um að þetta frumvarp verði afgreitt og því sé ég mig knúna til að segja já.