139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[20:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er beitt markaðslögmálum á mjög snilldarlegan hátt til að leysa vandamál tengd koldíoxíðlosun og þeirri hættu sem sumir telja að það valdi jörðinni með hlýnun jarðar. Ég er mjög fylgjandi því að menn beiti markaðslausnum eins og hér er verið að gera og tek fullkomlega undir það en vil jafnframt benda á að þetta gæti verið byrjunin á nýju kvótakerfi og ég vil að menn skoði mjög nákvæmlega hvort þarna geti verið um útdeilingu á kvótum að ræða sem muni leiða til sams konar verðmæta og í sjávarútvegi og menn muni — (Gripið fram í: Gjafakvóta.) já, einmitt gjafakvóta. Ég segi já.