139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[20:16]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum að afgreiða hér heildarlöggjöf um verslun með áfengi og tóbak. Nýmæli frumvarpsins eru í því fólgin að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ætlað að starfa samkvæmt stefnu stjórnvalda í áfengis- og tóbaksmálum á hverjum tíma. Grunnstefið í þeirri stefnu er að takmarka aðgengi og draga úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu. Versluninni er ætlað að starfa með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi um leið og miðað er við að reksturinn standi undir sér og skili ríkissjóði hæfilegum arði. Þá er í frumvarpinu skotið lagastoð undir vöruvalsreglur um áfengi.

Hæstv. forseti. Ég tel að það sé mikil bragarbót af þessum breytingum sem eru núna að verða á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og því styð ég málið heils hugar.