139. löggjafarþing — 149. fundur,  10. júní 2011.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

382. mál
[22:26]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Vegna atkvæðaskýringar hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar áðan vil ég benda honum á það að hér erum við að greiða atkvæði um breytingartillögu frá mér við þetta frumvarp sem fjallar einmitt um það sem hv. þingmaður var að tala um. Gistináttaskatturinn, sem svo heitir nú, er það eina sem verður andlag fyrir þessa 3/5 hluta þannig að hér er verið að lagfæra þetta í takt við það sem kemur frá efnahags- og skattanefnd. Rétt er að allir þingmenn hafi það á hreinu um hvað þessi breytingartillaga fjallar.