139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:08]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Ja, það getur vel verið að hv. þingmaður sé bjartsýn á það að hafa þjóðina með sér í þessu máli en hún hefur ekki félaga sína í ríkisstjórnarmeirihlutanum í nefndinni með sér á nefndarálitinu. Þeir undirrita allir (Gripið fram í.) nefndarálitið með fyrirvara og gera alvarlegar athugasemdir við það sem þar kemur fram. (Gripið fram í.) En hv. þingmaður getur ekkert talað sig út úr þeim spurningum sem ég varpaði hér fram. Það koma athugasemdir frá einum fremsta sérfræðingi þjóðarinnar á sviði auðlindaréttar og hann segir að megnið af frumvarpinu brjóti í bága við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar um eignarrétt, atvinnufrelsi, jafnræði og meðalhóf. Og ég spurði hv. þingmann hvað hún hefði gert, hvað hún hefði lagt af mörkum í nefndarstarfinu til að reyna að girða fyrir þau stjórnarskrárbrot sem sérfræðingurinn bendir á. Og hv. þingmaður, (Gripið fram í.) það þýðir ekkert að snúa sig út úr því, hún verður að svara þessari spurningu. Hv. þingmaður hefur ritað hér eið að stjórnarskránni, henni ber að (Gripið fram í.) virða hana (Gripið fram í.) og hún verður að svara þeirri spurningu: Hvað lagði hún af mörkum til að koma í veg fyrir (Forseti hringir.) þau stjórnarskrárbrot sem virðast vera hér í farvatninu? [Frammíköll og kliður í þingsal.]