139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara segja það við hv. þingmann að það geta fleiri hér talað sjómannamál og íslensku en hv. þingmaður. (ÁJ: Þú talar ekki sjómannamál.) Það hafa fleiri leyfi til þess, hv. þingmaður. (ÁJ: Þetta er landblaður.) Og við skulum bara halda okkur við það að fleiri hafa rétt til þess að kveða skýrt að orði í þessum ræðustól en hv. þm. Árni Johnsen. (Gripið fram í.) Það er bara þannig, [Kliður í þingsal.] líka kvenmenn þessa lands. (Gripið fram í.) Það eru ekki bara karlar (ÁJ: Það er ekki …) úr Eyjum. Nei. (ÁJ: Það er glaðara.) Og ég (Forseti hringir.) mun standa áfram í stafni fyrir þessu máli, er stolt af því og þó að ég hafi ekki náð því sem ég hefði viljað munum við halda áfram, vinstri menn í þessu landi, félagshyggjumenn og fólk sem berst fyrir jöfnuði og réttlæti, að rétta kúrsinn af. (ÁJ: Í stafni …) [Lófatak í þingsal.] (Gripið fram í: Vel mælt.) (Gripið fram í: Þetta er hárrétt.) [Kliður í þingsal.] (ÁJ: Árabát sjávarútvegsráðherra sem …)