139. löggjafarþing — 150. fundur,  11. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[00:50]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir skýrt og greinargott svar. Það kom fram á fundum hjá efnahags- og skattanefnd þegar þetta mál var þar til umfjöllunar að lífeyrissjóðirnir hefðu boðið fram þær hugmyndir að fjárfesta í einhverjum eignum ríkisins sem þeir gætu hugsanlega fjárfest í varanlega eða í einhvern tiltekinn tíma og ríkið kaupi aftur af þeim eignirnar í framtíðinni. Þar kom meðal annars til greina að lífeyrissjóðirnir hefðu áhuga á að kaupa part í Landsvirkjun. Hvað finnst hv. þingmanni um þá hugmynd lífeyrissjóðanna? Fyndist honum koma til greina að skoða það og gæti þetta til dæmis verið fyrsta skrefið í að einkavæða Landsvirkjun?