139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[10:59]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekkert leyndarmál að til dæmis sjávarbyggðum á Vestfjörðum blæðir mjög. Ég var að skoða tölur sem var varpað upp á glæru á ráðstefnu sem ég sat fyrir nokkrum vikum sem sýndi að þar fækkar um mörg hundruð manns á örfáum mánuðum. Frá 1. desember sl. fram í apríl held ég að hafi fækkað um 175 manns bara í plássum á hinum svokallaða Vestfjarðakjálka.

Hvaða mat hefur farið fram á efnahagslegum áhrifum sem gætu hlotist af þessum strandveiðum og byggðaaðgerðum? Háskólasetur Vestfjarða hefur unnið þá margnefndu úttekt sem ég gat um í máli mínu áðan á áhrifum strandveiðanna á sjávarbyggðir. Sú úttekt sýndi mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. Hafi ég misskilið þingmanninn að einhverju leyti á hann þess kost að koma hér upp aftur og kveða fastar að orði.