139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[13:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er mjög einkennandi fyrir allt þetta mál að jafnvel í atkvæðagreiðslunni sjálfri verða breytingar á tillögum. Ég mun greiða atkvæði með þeirri breytingartillögu að taka 9. gr. út, sem er eignarskattlagning á lífeyrissjóði. Ég mun ekki geta greitt atkvæði með frumvarpinu í heild sinni. Það er — ég veit ekki hvaða orð ég á að nota yfir það — mjög óljós vinnsla á því, ég ætla að nota það orðalag. Ég mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu um það. Ég skora á hugsandi hv. þingmenn að greiða atkvæði á sama máta.