139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

gistináttaskattur.

359. mál
[13:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er að verða að lögum gistináttaskattur. Um langt árabil hefur verið rætt um að umhirða og aðbúnaður á helstu ferðamannastöðum og við helstu náttúruperlur landsins sé víða til vansa og að nauðsynlegt væri að koma upp tekjustofni til þess að við gætum umgengist þessar perlur okkar í náttúru Íslands með viðeigandi hætti og þær þoli það mikla álag ferðamanna sem á þeim er. Hér er verið að tryggja slíkan tekjustofn. Um það er góð þverpólitísk samstaða í þinginu og ég þakka fyrir gott samstarf við það.