139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:52]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður setti fram það nýstárlega sjónarmið að ef handhafar framkvæmdarvaldsins, ríkisstjórnin, leggja fram frumvarp sem kemur of seint miðað við það sem lög kveða á um og er auðvitað ekki lagt fram nema vegna þess að þingið samþykkir það með meiri hluta, þá leggur hv. þingmaður til að sett verði einhvers konar viðurlög til að koma í veg fyrir að hinir vondu menn og konur sem þessum embættum gegna geri það aftur. Þetta hef ég aldrei heyrt áður en mér finnst það fróðlegt. Mig langar til að spyrja hv. þingmann: Hvers konar viðurlög? Á að setja ráðherra í fangelsi eða á að sekta þá eða hvaða hugmyndir gerir Sjálfstæðisflokkurinn sér um það?