139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:45]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um það sem menn kölluðu svona sín á milli ýmist þvottabala- eða baðkarsákvæðið. Það er ákvæðið um að setja niður enn einn flokk strandveiðibáta, báta innan við þrjú tonn. Ég held að ég hafi ekki rekist nokkurs staðar á jákvæða umsögn um það mál hjá umsagnaraðilum eða hjá þeim sem um það fjölluðu að öðru leyti. Þetta mál var nánast innan sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hlegið út af borðinu.