139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[19:05]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er að mörgu leyti sammála hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að hin eina kórrétta leið út af fyrir sig er að þessar tekjur renni beint í ríkissjóð. Hins vegar er verið að ná sáttum um mjög mikilsvert mál eins og komið hefur fram. Þess vegna get ég fallist á að í stað þess að í greininni standi „skal fjárheimildin“ standi núna „að það sé heimilt að hún fari þessa leið.“ Mikill munur er þar á og fjárlaganefnd getur tekið ákvörðun þar um. (Gripið fram í.)