139. löggjafarþing — 154. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[19:15]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er komið að lokaafgreiðslu þessa máls sem hefur verið nefnt hið minna frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Ég vil fyrst þakka hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd fyrir þá vinnu sem hún hefur lagt í þetta mál og sérstaklega vil ég þakka formanni nefndarinnar, hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, fyrir góða stjórn á málinu í gegnum þingið. Við erum að breyta stjórn fiskveiðikerfisins í skrefum. Við tókum það fyrsta þegar við byrjuðum með strandveiðarnar og nú erum við að taka annað skref, nokkuð drjúgt skref í að breyta lögum um stjórn fiskveiða í þá átt að styrkja byggðatengingar, opna fleiri aðilum leið inn í auðlindina o.fl.

Ég (Forseti hringir.) fagna því að við skulum vera komin á þennan punkt og er viss um að þetta verði þjóðinni til farsældar.