139. löggjafarþing — 156. fundur,  2. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[16:46]
Horfa

Frsm. minni hluta umhvn. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Já, þetta er svona, reglan er þessi. Hver sem er getur kært hvað sem er, hvaðan sem er, með þessu eina skilyrði að kæran skal vera á íslensku. Um þetta hefur kannski meginágreiningurinn staðið, hvort binda eigi kæruaðildina við lögvarða hagsmuni og félagasamtök eða opna hana, eins og tillaga meiri hlutans gerir ráð fyrir. Við í minni hluta nefndarinnar viljum fremur fara aðra leið en þessi pólitíska niðurstaða meiri hluta nefndarinnar hljóðar upp á, þ.e. að opna þetta eins og ég hef greint frá.