139. löggjafarþing — 156. fundur,  2. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[18:31]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður impraði á nokkuð áhugaverðu máli áðan, þ.e. hvort hugsanlega væri hægt að endurskoða kæruaðildarreglurnar í þeim tilgangi að víkka þær út með einhverjum hætti án þess að ganga svo langt sem gert er í þessu frumvarpi. Það er athyglisvert og áhugavert að skoða nánar.

Ég tek fram að í störfum umhverfisnefndar hefur auðvitað fyrst og fremst verið tekist á um þessa actio popularis-reglu. Menn hafa fært rök gegn henni eða með henni og tekist á um hana en miklu síður leitað að einhverri sameiginlegri niðurstöðu í þeim anda sem hv. þingmaður vísaði til. (Forseti hringir.) En varðandi rökin fyrir því af hverju meiri hlutinn velur að fara þessa leið verð ég að vísa því (Forseti hringir.) til hans að svara því, ég ætla ekki að gera það fyrir þeirra hönd.