139. löggjafarþing — 157. fundur,  5. sept. 2011.

heimsókn forseta króatíska þingsins.

[16:04]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Áður en forseti gefur hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur tækifæri til andsvara vil ég vekja athygli hv. alþingismanna á því að forseti króatíska þingsins, Luka Bebic, er staddur á þingpöllum ásamt sendinefnd króatískra þingmanna. Forseti króatíska þingsins er hér í heimsókn í Alþingishúsinu í tengslum við opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Alþingis.

Ég vil fyrir hönd Alþingis bjóða forseta króatíska þingsins, Luka Bebic, velkominn í Alþingishúsið og ég vænti þess að heimsókn hans til Íslands verði til þess að styðja enn frekar þau góðu tengsl sem eru milli landa okkar.

Alþingi vottar forseta króatíska þingsins og króatísku þjóðinni vináttu og virðingu. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]