139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[11:23]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég vil leyfa mér að mótmæla orðum sjálfskipaðra fulltrúa einstaklinganna í landinu, þingmanna Hreyfingarinnar, sem tala um að þetta sé dæmi um gamla Ísland og að hér gangi menn gegn hagsmunum einstaklinga. Hvað eru menn að tuða sýknt og heilagt um aukið samstarf og að ná sátt um mál? Hér liggur fyrir samkomulag ólíkra stjórnmálaafla í landinu og þetta er niðurstaða sem ég tel að verndi hagsmuni einstaklinga betur en gert er í núgildandi lögum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Fyrirtækjum og einstaklingum er boðið upp á ómanneskjulegt umhverfi í öllu þessu kæruferli. Ég tel á engan hátt gengið gegn þeim hagsmunum sem ætlað er að vernda með íslenskri umhverfislöggjöf með þeirri niðurstöðu sem hér liggur fyrir. Þvert á móti tel ég þessa niðurstöðu sýna meiri þroska hjá Alþingi til að virða ólík sjónarmið og komast að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Ég fagna þeirri samstöðu sem um þetta hefur skapast. (Gripið fram í.)