139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:10]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að komið hafi komið fram í umræðunni hjá þingmönnum, reyndar aðallega úr röðum stjórnarandstöðunnar, að brýnt sé að endurskoða peningamálastefnuna og ég tek að mörgu leyti undir þær áhyggjur sem hv. þingmaður hefur viðrað hér.

Mig langar enn og aftur að spyrja hv. þingmann, af því að við höfum það skjalfest í frumvarpi til laga á þskj. 1750 frá efnahags- og skattanefnd í vor að nefndin mun, með leyfi forseta: „óska eftir lagalegri og hagfræðilegri úttekt á frumvarpi ráðherra og einstökum greinum þess.“

Rætt er um að það eigi að gerast áður en þingfundir hefjast í septembermánuði. Ég spyr hv. þingmann hvort hún telji að verið sé að brjóta það samkomulag sem gert var í vor og hvort ekki sé nauðsynlegt að við áttum okkur á öllum þeim afleiðingum sem þetta frumvarp hefur, áður en við samþykkjum það.