139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:14]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Herra forseti. Svarið við því af hverju ekki var tekið vel í þá tillögu að leggja á skatt er sú stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að styðja ekki tvöfalt gengi. Markmið sjóðsins er að tryggja frjálst flæði fjármagns milli landa og sjóðurinn telur að skattlagning dragi úr slíku flæði. Þess vegna gátu þeir ekki samþykkt slíka tillögu.

Það var reyndar Alþjóðabankinn sem gerði fyrst tillögu um skatt til að koma í veg fyrir gengishrun gjaldmiðils. Það var í Indónesíu þegar fjármálakreppan reið yfir Suðaustur-Asíu. Sú skattlagning var þannig að skatturinn var mjög hár hjá þeim sem vildu fara strax út úr hagkerfinu og síðan lækkaði hann umtalsvert ef fólk fjárfesti (Forseti hringir.) í atvinnulífinu í fimm ár áður en það fór út.