139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[20:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Herra forseti. Gjaldeyrishöft geta annaðhvort verið í formi lagasetningar eða í formi skatts. Í sjálfu sér er enginn munur á þessu tvennu, nafnið er hið sama. Það sem aðgreinir þetta tvennt er að þegar maður beitir gjaldeyrishöftum í formi lagasetningar er verið að reyna að takmarka magnið sem fer út úr landinu en ef maður leggur á skatt er verið að nota verðið til að tempra útstreymi.

Ástæðan fyrir því að ekki var mikill áhugi hjá aflandskrónueigendum að fara hér út í sumar er óvissan um verð hlutabréfa á erlendum mörkuðum. Þau hafa lækkað gífurlega í ágúst — og hækkað. Það eru miklar sveiflur þannig að flestir fjárfestar halda að sér höndum. Aflandskrónueigendur eru verndaðir af gjaldeyrishöftunum alveg eins og við sem höfum tekjur okkar í íslenskum krónum.