139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:35]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það gleður mig sérstaklega að það fyrsta sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera á hverjum morgni sé að aðgæta hvort Jóhanna Sigurðardóttir, sennilega iðnasti þingmaður sem nokkurn tíma hefur setið á Alþingi Íslendinga, [Kliður í þingsal.] sé mætt á svæðið. Eins og ég segi vekur það mér sérstaka gleði að hv. þingmenn skuli vera svona uppteknir af að líta sérstaklega eftir því hvort þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna séu mættir á svæðið.

Ég get fullvissað ykkur um að hæstv. forsætisráðherra er að sinna mjög mikilvægum skyldustörfum en ég mun að sjálfsögðu koma þeim skilaboðum til hennar að hv. þingmenn hafi sérstakan áhuga á að eiga við hana orðastað og geri fastlega ráð fyrir því að hún muni sitja hér og svara spurningum í næstu viku. Þannig mun hin eðlilega verkaskipting milli ráðherra hafa sinn gang.