139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

álver í Helguvík.

[11:11]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Virðulegur þingmaður bað um orðið til að ræða fundarstjórn forseta, ekki til að bera af sér sakir. Nú er ræðutími þingmannsins liðinn og forseti biður þingmanninn að víkja úr stól en stendur við þau orð sem forseti lét falla hér. (ÞrB: Forseti. Ég bið um orðið til að bera af mér sakir.) Forseti telur ekki ástæðu til að veita þingmanninum ræðutíma til að bera af sér sakir. (ÞrB: Ég mótmæli þessari óstjórn forseta.) Hv. þingmaður getur gert það.