139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

grein um skólabrag í grunnskólalögum.

[11:16]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir nokkuð skýr svör og tek undir þann orðróm sem hér hefur farið um salinn að kannski þyrftum við að leggja talsverða áherslu á þingbraginn með samráði allra aðila. Það gæti verið hið besta mál.

Mig langar aðeins til að ítreka frekar að við höfum verið með ákveðin verkefni í gangi eins og Olweusar-verkefnið sem í hefur verið lögð mikil orka og talsverðir fjármunir. Það hefur farið ákveðna leið. Munum við halda áfram að nýta það eða hvernig verður það? Af því að ráðuneytið hefur mjög ákveðið eftirlitshlutverk vildi ég mjög gjarnan fá aðeins nánari skýringu á því hvernig fylgst verður með því að við séum í alvörunni að takast á við það stórkostlega mein sem einelti er í skólagöngu margra barna. Mörg börn munu því miður aldrei bera sitt barr eftir slíkt einelti.