139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[11:26]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Óháð þeim orðum sem kunna að hafa fallið, óháð því sem sagt hefur verið hér í ræðustól, vil ég lýsa því almenna viðhorfi mínu að óski þingmaður eftir því að bera af sér sakir hafi hann til þess rétt sem forseti getur ekki svipt hann. Forseti kann að hafa sínar ástæður til þess í eigin huga en hann verður, að mínu mati, að hlýða til enda á það sem viðkomandi þingmaður hefur að segja. Þetta snýst um málfrelsi á þingi og sjálfstæði þingmanna.