139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[12:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Jú, ég get hlutast til um það að utanríkisráðherra mæti á opinn fund með þessum tveim nefndum. Ég held að hann sé ekki á landinu í dag. Ég skil ekki af hverju menn eru með læti út af þessu. Það verður haldinn opinn fundur um þetta tiltekna mál. (SDG: Á þessu ári?) Já, hann verður haldinn á þessu ári, hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Þegar ég segi að málið sé í vinnslu bið ég hv. þingmenn að snúa ekki út úr því. Það er ekki hægt að tala mannamál í þessum sal vegna þess að mönnum liggur svo mikið á að snúa út úr hverju einasta orði sem hér er sagt. Það er ekki furða að þjóðinni finnist við bara núll og nix og (Forseti hringir.) næstum til óþurftar. (Forseti hringir.) Hv. þingmenn geta sjálfum sér um kennt (Forseti hringir.) fyrir að snúa alltaf út úr öllu sem hér er sagt. (Forseti hringir.) Ég biðst undan því að þurfa að taka þátt í þessum leik.

(Forseti (ÞBack): Forseti vill biðja hv. þingmenn að gæta að ræðutíma.) (Gripið fram í.)