139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[12:26]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Það er ekkert óeðlilegt að kallað sé eftir því að tímasett verði hvenær þessi fundur verður. Það var vitnað til þess áðan að einungis væri mánuður síðan þessi beiðni var formlega tekin fyrir, bæði í hv. utanríkismálanefnd og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Í 24. gr. þingskapa segir að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Ástæður þessarar beiðni, frú forseti, er að í sumar voru ítrekaðar yfirlýsingar hæstv. utanríkisráðherra í erlendum og innlendum fjölmiðlum um veigamikil mál sem ekki hafa verið rædd eða teknar ákvarðanir um á hinu háa Alþingi. Það er mjög eðlilegt í ljósi þess hversu þetta mál hefur dregist að farið sé fram á að það komi dagsetning á því hvenær þessi opni fundur fari fram.