139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[12:32]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á því að hv. formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segist ekki vita hvar þessi tveggja mánaða gamla beiðni um opinn fund í nefndinni er stödd. Hv. þingmaður veltir því fyrir sér hvort hún sé á leiðinni í sæstreng til utanríkisráðherra í útlöndum. Nú hefur utanríkisráðherra ekki verið í útlöndum í tvo mánuði þó að hann hafi eflaust verið á ferðinni fram og til baka. Það hafa verið fjölmörg tækifæri til að ræða við hæstv. ráðherra.

(Forseti (ÞBack): Einn fund í salnum.)

Getur hæstv. forseti hugsanlega upplýst um það hvaða samskiptatækni er notuð til að reyna að koma á þessum fundi. Þó að sæstrengurinn kunni að vera orðinn gamall og lúinn tekur upplýsingar ekki tvo mánuði að ferðast um hann. Hefur hv. formaður nefndarinnar sent boð í flöskuskeyti sem enn er beðið eftir svari við? Hvaða samskiptamáta getur tekið tvo mánuði að fá svar við?