139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[19:34]
Horfa

Forseti (Álfheiður Ingadóttir):

Forseti vekur athygli á því að umræða um vatnalögin hófst á Alþingi fyrir hádegi í dag og stóð í allmarga klukkutíma. Umræðunni er lokið. Við umræðuna komu fram ítrekaðar óskir um að málið færi til nefndar á milli umræðna og verður væntanlega orðið við því þannig að það er ekki eins og að ekki muni gefast tækifæri til að ræða málið frekar. (PHB: Ég er ekki í nefndinni.)