139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég rökstuddi það mjög ítarlega í ræðu minni hvernig ríkisstjórn Íslands þarf á hverjum tíma að sækja styrk sinn og umboð til meiri hluta þingsins. Það er ekkert flókið við það. Í 1. og 2. gr. frumvarpsins er farið mjög vandlega yfir þetta og það er undirstrikað með þeim breytingum sem meiri hluti nefndarinnar leggur til. Það er engin skipan ríkisstjórnarmála öðruvísi en svo að fyrir því sé meiri hluti á Alþingi. Það verður engum ráðherra skipt út, það verða engin ráðuneyti lögð niður öðruvísi en að fyrir því sé meiri hluti á Alþingi.

Það er engin starfhæf ríkisstjórn í landinu öðruvísi en að fyrir henni sé meiri hluti á Alþingi. Er það ekki alveg (VigH: Minnihlutastjórn.) kristaltært í þessu? (Gripið fram í.)