139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:40]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég held ekki að þetta mál hafi verið unnið í neinum andarteppustíl þó að það hefði vissulega mátt vera meiri tími til að vinna það. Já, stuðningur minn við þetta frumvarp byggist að mjög miklu leyti á því að þessar breytingartillögur nái fram að ganga. Ég var mjög ósáttur við það í upphafi og sérstaklega þegar ég var búinn að lesa allar tilvísanirnar í þessar fjórar skýrslur. Þegar ég bar þær saman við skýrslurnar sá ég að það virtist að einhverju leyti skrifað í kringum niðurstöður þeirra. (Gripið fram í.)

Þetta er mjög óheppileg leið við að vinna frumvörp og það á ekki að láta vinna þau með þeim hætti sem þetta var unnið. (Gripið fram í: Þannig að þinn stuðningur er … að miklu leyti?) Það mun bara koma í ljós við atkvæðagreiðslu. Ég hef tjáð formanni nefndarinnar og meiri hlutanum að ég leggi mikla áherslu á að þessar breytingartillögur nái fram að ganga ef Hreyfingin á að styðja það, félagsmenn mínir í Hreyfingunni eru sama sinnis. Þeir telja að það þurfi að gera hér miklu róttækari breytingar en koma fram í upprunalegu frumvarpi og þess vegna lögðum við einmitt mikla vinnu í að koma að breytingartillögum (Forseti hringir.) og unnum þær í mjög góðri sátt (Forseti hringir.) við meiri hluta nefndarinnar. Vonandi ná þær fram að ganga.