139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Það er búið að fara ágætlega yfir ýmsar spurningar sem vöknuðu við ræðu hv. þingmanns um breytingartillögur og annað. Ég verð að segja í þessu andsvari að það er margt í breytingartillögunum sem hægt er að taka undir að sé ágætt og jafnvel til bóta og til þess að skýra ferla og slíkt. Ég er hins vegar ósammála því ef hægt er að túlka það þannig að til þess að ná fram þeim breytingartillögum sé það þess virði að fórna hlut löggjafarvaldsins þegar kemur að ráðuneytum og framkvæmdarvaldinu. Ég er ósammála því.

Ég gæti hugsanlega fellt mig við margar þessara breytingartillagna ef akkúrat þessi þáttur væri ekki inni, ef við værum ekki að veikja löggjafann, en mér finnst verið að gera það.