139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:45]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Vissulega er hætta á því að ríkisstjórnir eða meiri hluti hverju sinni taki upp á því að breyta lögum um Stjórnarráð Íslands eftir hentugleika, sérstaklega ef frumvarpið fer í gegn án þess að menn séu sammála um helstu meginþætti þess. Það er ekki góð staða.

Mín skoðun er sú að Alþingi Íslendinga hafi hingað til að stórum hluta mistekist að bregðast við orsökum og afleiðingum hrunsins og betur hefði þurft að bregðast við og með öðrum hætti. Ein leið sem ég benti á, var sú að við viðamiklar breytingar eins og t.d. á Stjórnarráðinu hefði þurft að gefa því miklu lengri tíma og vinna málið annars staðar en í forsætisráðuneytinu og með öðrum hætti en gert hefur verið. Ég tel einfaldlega að þessi leið hafi ekki verið heppileg.

Engu að síður höfum við þetta frumvarp fyrir framan okkur sem ég held að sé heppilegra að afgreiða héðan en gera það ekki.