139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

eignarhald á HS Orku.

[10:41]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það bara af því að hv. þingmaður er greinilega að reyna að kasta einhverjum fleyg í afstöðu VG og Samfylkingarinnar í þessu máli en það er unnið í samræmi við það sem ríkisstjórnin samþykkti í þessu efni, bæði um forkaupsréttinn að því er varðar Magma og líka að því er varðar styttingu á leigutíma. Hér er unnið nákvæmlega í samræmi við það sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Lífeyrissjóðirnir hafa líka komið inn í þetta mál og er það vel.