139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:25]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum komin inn á gamalkunnar slóðir og tími hrossakaupa um þingmál er hafinn. Þetta er dæmi um fráleitt skipulag á þingstörfum. Þingflokksformenn stjórnarflokkanna hafa enn ekki komið sér saman um einhvern lista yfir forgangsmál sem á að afgreiða. Til stefnu eru þrír og hálfur þingdagur og 32 mál á dagskrá þingsins í dag.

Það er dapurlegt að verða vitni að þessu. Við sáum ein hrossakaupin í seinustu viku og nú situr þjóðin uppi með hálfan Árósasamning vegna þess að menn hótuðu hér málþófi. Það verður fróðlegt að sjá endalokin á þeim málum sem liggja fyrir þinginu núna, það er ekki víst að þau verði endilega mjög beysin.