139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:26]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tel alveg ljósa þörf á kvöldfundum þessa fjóra daga sem við höfum til þinghaldsins í þessari viku. Ég minni þingheim á að þegar við lukum hér störfum í vor voru fjölmörg mál samkomulagsmál, tilbúin til afgreiðslu og var vísað yfir á septemberstubbinn. (Gripið fram í.)

Vissulega eru hér mál sem þarf að ræða. Við þurfum að fara yfir þau en við eigum að sameinast um að afgreiða þau mál sem við höfum náð samkomulagi um, hvort sem það var í vor eða núna, og láta það ekki gerast að fullræddum málum sé vísað yfir í októberþing, málum sem fullt samkomulag er um.

Ég tel fulla þörf á þessum kvöldfundum eins og málin standa. Vissulega þurfa þau nokkur frekari umræðu en þó ekki nema fáein.