139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:58]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður lætur eins og hér sé eitthvað nýtt að koma fram, eitthvað bara alveg hreint stórkostlegt, að þingflokkur Vinstri grænna hafi haft fyrirvara við framlagningu frumvarpsins í vor. Ég stóð í þessum ræðustól og skýrði þann fyrirvara og svaraði hv. þingmanni um hann (Gripið fram í.) fyrr í vor. (Gripið fram í.) Sá fyrirvari minn er ekki enn til staðar, nei. Ég lýsti því áðan að ég tel að þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu séu þess eðlis að þær eigi að samþykkja og málið í heild. (Gripið fram í.) Hvað þýðir það á mannamáli? Ég er búin að lýsa þeim fyrirvara, hv. þingmenn, ég hef staðið í pontu í einar tíu mínútur og lýst því af hverju ég nú tel að málið — (Gripið fram í.) Má ég, frú forseti? Ég held að ég afþakki að reyna að svara þegar þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki gefið manni frið til þess, þegar maður hefur eina mínútu í pontu.