139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[13:03]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er kannski þriðja eða fjórða skiptið sem ég er spurð að þessu sama. Ég get ekki annað en endurtekið það sem ég sagði. Ég tel að mikilvægt sé að á stjórnarheimilinu, í Stjórnarráðinu, ríki sá sveigjanleiki sem gerir bæði nýrri ríkisstjórn eftir kosningar og ríkisstjórn ef aðstæður krefjast mögulegt að flytja verkefni til eða frá eða fjölga eða fækka ráðuneytum ef það er talið rétt og mikilvægt af þeirri sömu ríkisstjórn og þeim þingmeirihluta sem hún styðst við.

Þetta er mín einlæga afstaða. Þetta er málsmeðferðin sem er í löndunum í kringum okkur og þykir ekki ólýðræðisleg. Hún þykir ekki einu sinni einræðisleg eins og hér hefur þó verið reynt að klína á þessa tillögugrein.