139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

viðvera ráðherra við umræður.

[15:33]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Herra forseti. Nú er umræða um frumvarp um Stjórnarráð Íslands að hefjast aftur. Ég ætlaði bara að koma með þá einföldu spurningu til hæstv. forseta hvort ekki sé örugglega tryggt að hæstv. forsætisráðherra verði hér við umræðuna í dag og bið hæstv. forseta að gera ráðstafanir í þeim efnum. Það er gott að geta þess sem vel er gert. Okkur er legið á hálsi að gera það ekki nægilega mikið í þessum ræðustól. Hæstv. forsætisráðherra var við upphaf umræðunnar á fimmtudagskvöldið og tók þátt í henni, það var mjög gagnlegt. Því vil ég spyrja hæstv. forseta hvort hægt sé að gera ráðstafanir til þess að fá hæstv. forsætisráðherra hingað í umræðuna.