139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

viðvera ráðherra við umræður.

[15:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur að það væri mjög gott ef hæstv. forsætisráðherra gæti verið í salnum til að hlýða á umræðuna því að ég held að flestir geri sér grein fyrir hversu áhugasamur ráðherrann er um málið.

Það er líka hægt, herra forseti, að gera athugasemd við það að hér virðist einn þingmaður hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að vera sérstakur umvöndunarþingmaður, að vanda um fyrir okkur hinum þingmönnunum þegar við erum að kalla eftir hæstv. forsætisráðherra í salinn til að hlýða á þær merku umræður sem fara fram um frumvarp ráðherrans, það er nú ekki til mikils mælst að mínu viti.

Ég legg til, herra forseti, að óskað verði eftir því, eins og forseti hefur raunar upplýst, að hæstv. ráðherra verði við þessa umræðu. Ég vil einnig þakka formanni nefndarinnar fyrir að hafa verið við umræðuna fram að þessu og vona að sjálfsögðu að svo verði áfram.