139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

viðvera ráðherra við umræður.

[15:42]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Það er eðlilegt að hv. þingmenn fari fram á það að hæstv. forsætisráðherra verði viðstödd þessa umræðu, enda er þetta mál alveg sérstakt áhugamál hæstv. forsætisráðherra og hæstv. forsætisráðherra er án efa ástæða þess að verið er að ræða þetta mál hér. Það hefur komið fram fyrr í dag í máli þingflokksformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, hv. þm. Þuríðar Backman, sem og í máli þingflokksformanna stjórnarandstöðu — en hver er þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hæstv. forseti? (Gripið fram í: Jónína Rós.) Og ég efast ekki um að þingflokksformaður Samfylkingarinnar er sama sinnis.

Menn telja brýnt að koma hér áleiðis tugum mikilvægra mála, svo ekki sé minnst á þau mál sem hafa beðið árum saman, tvö, þrjú ár, eins og úrlausn á skuldamálum heimila og fyrirtækja. (Gripið fram í.) Það er því (Forseti hringir.) almennur vilji fyrir því í þinginu, ef við erum að spá í þingræðið, að forgangsraða með öðrum hætti. Ástæðan fyrir því að við erum enn að ræða þetta (Forseti hringir.) forsætisráðherramál er án efa afstaða hæstv. forsætisráðherra.