139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni, ég hef verið þeirrar skoðunar að það þurfi að vera ákveðinn sveigjanleiki þegar kemur að því að mynda ríkisstjórnir til þess að ríkisstjórn hvers tíma geti komið áherslumálum á framfæri.

Ég vil halda óbreyttu ástandi, já, að Alþingi þurfi að samþykkja það sem ráðherra leggur til.