139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er í raun bara að fiska eftir afstöðu, hvort það sé sameiginleg afstaða innan Framsóknarflokksins í þessu efni vegna þess að svo virðist sem flokkurinn sé eins og hálfgerð hringekja í þessu máli og hafi mismunandi ásýnd eftir því hvar er á hann litið. Er það réttur skilningur hjá mér? Er þá hv. þingmaður að vísa til þess að það skorti traust í þessu máli innan Framsóknarflokksins?