139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:14]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég vonast einmitt til þess að þetta verði rætt innan allsherjarnefndar og innan hópa þingmanna, hvort sem það verður þessi tillaga eða einhver önnur sem gæti hugsanlega komið til móts við mismunandi sjónarmið.

Við erum að finna leið til þess að fara eftir stjórnarskránni sem við höfum svarið eið að og til þess að tryggja þingræðisregluna, sem að mínu mati skiptir geysilega miklu máli, og finna jafnvægið á milli þess að styrkja Alþingi og Stjórnarráðið og skerpa skilin þar á milli.